Vinsamlegast athugið ! Það eru margar myndir hér að neðan og því gæti það tekið vafrann þinn þónokkra stund að lesa þær inn.

Myndir danskra landmælingamanna

Í safni Landmælinga Íslands er að finna nokkuð af myndum sem danskir landmælingamenn tóku í upphafi síðustu aldar, mest frá árunum 1900-1910. Myndirnar bárust í stórri gjöf frá dönsku landmælingastofnuninni til LMÍ vorið 1985. Ljósmyndirnar eru á glerplötum, og myndaspjöldum, flestar þrívíddarmyndir/steriomyndir. Um 70 myndir eru í tví- eða þrítökum svo að heildarfjöldi telst vera 555 myndir.